Icelandic Love Corporation 2015, Import Projects - Cycle Festival, Berlin.

Icelandic Love Corporation 2015, Import Projects - Cycle Festival, Berlin.

ÁSTARSÖNGVAR

Gjörningaklúbburinn (IS), Ensemble Adapter (DE¸IS), Juliana Hodkinson (DK|UK)

“Setjum ást okkar í kassa og flytjum þangað sem hennar er þörf.”

 

Um verkið

Gjörningaklúbburinn, Ensemble Adapter og tónskáldið Juliana Hodkinson vinna að nýju þverfaglegu sviðsverki sem samanstendur af tónlist, sviðsmynd og áhorfendum - hugsanlega óperu í fjórum (raunverulegum) hólfum.

Verkið verður í vinnslu á meðan að á hátíðinni stendur og gefst áhorfendum tækifæri til að sjá Gjörningaklúbbinn að störfum með Ensemble Adapter og upplifa framvindu á stóru þverfaglegu samvinnuverkefni.  Á síðasta degi stúdjósins verður hægt að sjá afrakstur samstarfsins - gjörning sem að mun halda áfram að þróast eftir lok hátíðarinnar.

 

Ensemble Adapter er þýsk-íslenskur kammerhópur sem flytur nútímatónlist með aðsetur í Berlín. Kjarni hópsins samanstendur af kvartett: flauta - Kristjana Helgadóttir, klarínett - Ingólfur Vilhjálmsson, harpa - Gunnhildur Einarsdóttir og slagverk - Matthias Engler. Hópurinn heldur tónleika alþjóðlega, heldur vinnusmiðjur og vinnur að stórum þverfaglegum verkefnum.

Gjörningaklúbburinn samanstendur af listamönnunum Sigrúnu Hrólfsdóttir (f. 1973), Jóní Jónsdóttur (f. 1972) og Eirúnu Sigurðardóttur (f. 1971). Þær luku námi í myndlist við Myndistar- og handíðaskólann 1996 og hafa búið og starfað í New York, Berlín og Kaupmannahöfn og starfa eins og er í Reykjavík. Gjörningaklúbburinn hefur sýnt verk sín meðal annars í Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Japan og Rússlandi og sýndu á samsýningunni Personal Structures á Feneyjartvíæringnum 2013.

Juliana Hodkinson (f. 1971) er tónskáld og höfundur frá Bretlandi sem hefur verið búsett í Danmörku frá því hún stundaði nám við tónsmíðar. Hún nam tónlistarfræði og heimspeki við King’s College Cambridge og japönsk fræði við University of Sheffield og er með doktorspróf frá Kaupmannahafnarháskóla með viðfangsefnið þögn í tónlist og hljóðlist. Hún vinnur í ýmsa miðla: skúlptúra, raftækni og sjónræna miðla og notar talað mál í innsetningar og flutning á verkum sínum. Hún hefur kennt tónsmíðar, tónlist, fagurfræði og miðlun og hefur unnið verk fyrir alþjóðlega kammerhópa, hátíðir og stofnanir.

love songs

Icelandic Love Corporation (IS), Ensemble Adapter (DE¸IS), Juliana Hodkinson (DK|UK)

'Let's put our love in boxes and ship it to where it's needed.'

 

About the work

The Icelandic Love Corporation, Ensemble Adapter and composer Juliana Hodkinson are working on a new interdisciplinary stage work consisting of music, scenery and audience - possibly an opera in four (actual) chambers.

The work will be in progress during the festival and the audience gets an opportunity observe the active collaboration between the performance artists and music ensemble and to experience, together with the artists, how a larger interdisciplinary work is created. At the lat day of the studio, the results of the collaboration will be performed - a performance that will keep evolving after the finish of the festival.

 

Ensemble Adapter is a German-Icelandic ensemble for contemporary music based in Berlin. The core of the group consists of a quartet with: flute - Kristjana Helgadóttir, clarinet - Ingólfur Vilhjálmsson, harp - Gunnhildur Einarsdóttir and percussion - Matthias Engler. The ensemble produces and co-produces larger interdisciplinary projects. Adapter has played internationally on concert tours and in world premiers.

The Icelandic Love Corporation is a group of three artists: Eirún Sigurðardóttir (b. 1971), Jóní Jónsdóttir (b. 1972) and Sigrún Hrólfsdóttir (b. 1973) founded in 1995. They graduated from the Icelandic College of Arts and Crafts in 1996. Since then they have lived and studied in New York, Berlin and Copenhagen and are currently based in Reykjavík. Their work includes performative installations and video.

Juliana Hodkinson (b. 1971) studied musicology and philosophy at King’s College Cambridge, Japanese Studies at the University of Sheffield, and holds a PhD from the University of Copenhagen. She studied composition and attended master classes with Murail and Schnebel. She has taught composition and music and media aesthetics as well as giving lectures and workshops. She works with mixed media and the spoken word. She has received commissions from ensembles, festivals and arts organisations worldwide.