Ásdís Sif Gunnarsdóttir
I COULD BE YOUR MIRROR
2016
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
That Time | Þá
27 October - 18 December 2016 | 27. október - 18. desember 2016
Performance | Gjörningur: Object Perception #3
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
30 October 2016 | 30. október 2016
2 PM | 14:00
A mix of two video pieces collated into a single multi-channel video installation. The first video, recorded in the spring of 2013 as part of a poetry/video recording, mirrors the blue sky and the newly green grass. The video brings forth questions such as “Is this the parallel universe? Are these parallel minds? I could be your mirror.” The work hints at two realities coexisting at the same time, and insinuates that a loved one could be your mirror. The second video was filmed in Paris in the autumn of 2015. Gems hung on the wall glitter in the light of the projection of the Paris flowers. The mirror searches for the treasure within the flowers, about to fade away into winter sleep.
Tvö vídeóverk sameinast í einni fjölrása vídeóinnsetningu. Fyrsta verkið, sem tekið var upp vorið 2013, sem hluti af ljóð/vídeóupptöku, speglar bláan himinn og ný uppsprett gras. Vídeóið vekur spurningar eins og “eru þetta tveir samhliða heimar? Tveir samtóna hugar? Ég gæti verið spegill þinn.” Verkið gefur í skyn að tveir raunheimar gætu verið samtímis til, og að ástvinur gæti verið spegill manns sjálfs. Seinna verkið var tekið upp í París um haustið 2015. Gimsteinar sem hanga á vegg glitra í ljósvörpun Parísarblómanna. Spegillinn leitar að fjársjóði innan blómanna, sem eru í þann mund að dvína í vetrarsvefn.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, born in Madison, Wisconsin, USA, lives and works in Reykjavík, Iceland. Gunnarsdóttir studied at UCLA in Los Angeles and at the School of Visual Arts in New York. Ásdís is known for her performances and video installations that experiment with the dimensionality of the projected medium and visual psychedelic poetry, treating videos as songs. Her work spans large video installations and performances as well as spoken word poetry and photography. Solo projects include: Misty Rain, Hverfisgallerí, Reykjavík (2015); Berlinale, Forum Expanded, HAU 1 (2010); No soul for sale, Tate Gallery (2010); Burning orange fire, Kling and Bang gallery (2008). Selected group shows: Surrounded by the Purest Blue, Centre Pompidou, Paris (2014); The five lo fi, in collaboration with E.S.P. TV, Reykjavik Art Festival (2014); The blue mountain, Ephemeropterae at TBA21, Vienna (2013), and many others.
Ásdís Sif Gunnarsdóttir er fædd í Madison, Wisconsin, Bandaríkjunum og býr og starfar í Reykjavík. Ásdís Sif stundaði nám við UCLA í Los Angeles og við The School of Visual Arts í New York. Ásdís Sif er þekkt fyrir sýningar sínar í óhefðbundnum rýmum og vídeó innsetningar, sem fela í sér þrívídd og örvandi framsetningu ljóðaformsins með sjónrænum hætti. Hvert vídeó er sem sönglag, í framsetningunni blandar hún þeim innbyrðis og flytur ljóð meðan á sýningu stendur. Verk Ásdísar eru breytileg, allt frá stærri sýningum og vídeó innsetningum, til ljóðalesturs og ljósmyndasýninga. Verk hennar á kvikmyndahátíðinni í Berlín var kallað „The Abstract Prophecy Conference“. Það var 45 mínútna ferð inn í leynda víðáttu feminíska hugans. Listamaðurinn stýrði óvenjulegri Power Point glærukynningu, þar sem saman tvinnaðist tónlist, vídeó, leikræn tjáning og ljóðalist. Einnar konu sýning þar sem sem framsetningin var sambland myndbandsupplifunar og Skype sýningar sem varpað var fram á sviðið.
Website | Vefsvæði:
http://hverfisgalleri.is/artist/asdis-sif-gunnarsdottir/