Photo courtesy of the artists.

Photo courtesy of the artists.

PINQUINS

Salurinn
30 October 2016 4 PM | 30. október 2016 kl 16

Programme | Efnisskrá:
Kristine Tjögersen  -  The Center is Everywhere (2016)
     I - Planetary Motion
     II - Lemonade
     III - Trilobite
     IV - Solitary Oceans
Arnold Marinissen  -  And all shall be well (2016)
Henrik Hellstenius  -  Trio de dance (2016)
Georges Aperghis  -  Le guetteur de sons (1981)

Performers | Flytjendur:
Ane Marthe Sørlien Holen
Johanne Byhring
Sigrun Rogstad Gomnæs

Aðgangur ókeypis | Free admittance

The Center is Everywhere:
“Nature is an infinite sphere whose center is everywhere and whose circumference is nowhere.” -Blaise Pascal
The piece is dedicated to David Attenborough on his 90th birthday.

And all shall be well was commissioned by Moving Classics. The piece was written for the Pinquins Percussion Trio (Oslo, Norway) in the springtime of 2016, in the context of Marinissen’s Moving Classics residency with Pinquins. The piece is centered around the literary interests of the three Pinquins players. They selected text clippings that are especially relevant to them. Arnold Marinissen placed them inside and around the central text, a section from Gertrude Stein’s book “Geography and Plays”. All texts relate to the topics of being, doing and becoming; most of them were written in Europe. In And all shall be well, the three percussionist sing the texts, accompanying themselves on glockenspiel, vibraphone, marimba, and a choice of other percussion instruments. The music flows smoothly and organically for most part of the piece. However, towards the end, there is a more hectic and rhythmical section on non-pitched percussion instruments. In this section, the audience is invited to clap and stamp along, and later on, to voice their own literary interests, out loud and on the spot. Moving Classics is co-funded by the Creative Europe Programme of the European Union.

Trio de dance explores the connections between music and movement. Which movements gives which sounds, and the other way around. Percussionists uses a lot of movement to play their instruments, and inspired by the texts by Jeanne de Salzmann og A.R. Orange Hellstenius has created a piece where a series of movements is the starting point for both the visual and musical structure of the piece. Together with singer and dancer Silje Aker Johnsen, the trio and the composer had a lot of workshops to explore different movements and their relation to the percussion instruments. The piece is commissioned by Pinquins, funded by The Norwegian Arts Council, and was first performed in Oslo in June 2016.

Les guetteurs de sons is a theatrical piece for 3 percussionists, and was written for the French percussion trio "Trio le cercle".  The title translates to "The guardians of the sound". Aperghis didn't want to make any program notes for this piece, but Gaston Sylvestre, one of the members of Trio le Cercle writes that the piece covers the different stages of a lifetime: birth, becoming an adult, and finally dying. For example: In the beginning of the piece, the three percussionists "discovers" their hands, as if they are small babies. Aperghis often uses a lot of text in his pieces, and he likes the performer(s) to translate it to their own language so it can have a natural flow. In Pinquins's version of the piece, the text is in Norwegian, translated by the ensemble with help from Ingeborg Dalheim and Yngvild Aspeli.

The Center is Everywhere:
“Nature is an infinite sphere whose center is everywhere and whose circumference is nowhere.” -Blaise Pascal
Verkið er tileinkað David Attenborough á níræðisafmæli hans.

And all shall be well var pantað af Moving Classics. Verkið var skrifað fyrir Pinquins um vorið 2016 í samhengi við Moving Classics listadvöl Marinissens með Pinquins.  Útgangspunktur verksins er bókmenntaáhugi liðsmanna tríósins. Þær völdu textabúta sem tengjast þeim á sérstakan hátt. Marinissen kom þeim fyrir inn í og í kringum grunntexta verksins, sem er tekinn úr bók Gertrude Stein: “Geography and Plays”. Allir textarnir fjalla um það að vera, gera og verða og flestir skrifaðir í Evrópu. Í And all shall be well, syngja slagverksleikararnir textana, leika undir með sjálfum sér á klukknaspil, víbrafón, marimbu og fleiri útvöld hljóðfæri. Tónlistin flæðir mjúklega og lífrænt fyrir mestan part. Hinsvegar þegar líður að endanum, þá verður uppi meiri hektík og rytmískir hlutar koma fram, þar sem tónlaus hljóðfæri eru notuð. Í þeim hluta er áheyrendum boðið að klappa og stappa með og síðar að fara upphátt með eigin bókmenntatexta. Moving Classics er styrkt að hluta af Creative Europe verkefni Evrópusambandsins.

Verkið Trio de danse kannar sambandið á milli tónlistar og hreyfingu. Hvaða hreyfingar framkalla hvaða hljóð og öfugt. Slagverksleikarar nota mikið af hreyfingum til að leika á hljóðfærin sín, en undir áhrifum frá textum eftir Jeanne de Salzmann og A.R. Orange hefur Hellstenius skapað verk þar sem röð hreyfinga er útgangspunktur fyrir bæði myndræna og músíkalska uppbyggingu verksins. Ásamt söngkonunni og dansaranum Silje Aker Johnsen, héldu tríóið og tónskáldið fjölda vinnustofa til að kanna mismunandi hreyfingar og samband þeirra við slagverkshljóðfærin. Verkið er pantað af Pinquins, styrkt af Menningarráði Noregs og var frumflutt í Osló í júní 2016.

Les guetteurs de sons er leikhúsverk fyrir 3 slagverksleikara og skrifað fyrir franska slagverkstríóið “Trio le cercle”. Titillinn leggst út sem “verndarar hljóðsins”. Aperghis vildi ekki gera prógrammnótur fyrir þetta verk, en Gaston Sylvestre, einn meðlima tríósins skrifar að verkið skanni öll lífsstigin, fæðingu, fulvaxtarár og síðan dauða. Í byrjun verksins t.d. þá uppgötva slagverksleikararnir hendur sínar eins og ungabörn. Aperghis notar oft texta í verkum sínum og lætur hljóðfæraleikurum eftir að túlka þá á sinn hátt svo þeir öðlist náttúrulegt flæði. Í útgáfu Pinquins er textinn norskur, þýddur af þeim sjálfum með aðstoð frá  Ingeborg Dalheim og Yngvild Aspeli.


Pinquins has produced and presented a number of concerts and tours. In addition to this, they have performed at festivals such as The Ultima Oslo Contemporary Festival, The Bergen International Festival, The Øya Festival, Only Connect Festival, Nordic Music Days, The THEMUS Festival (Gothenburg), and collaborations with Ny Musikk (Norwegian section of the ISCM). Pinquins also tours regularly as part of The Norwegian Concert Institute's school program. Pinquins has commissioned works from numerous composers such as Erik S. Dæhlin, Jan Martin Smørdal, Therese Birkelund Ulvo, Stine Sørlie, Anthony Pateras, Kjell Samkopf, Eyvind Guldbrandsen, Jon Halvor Bjørnseth, Jack White, Brice Catherin and Kari Beate Tandberg. The trio is currently collaborating with Henrik Hellstenius and Arnold Marinissen. The Project "Moving Classics - Network for New Music" in collaboration with Curated Place (UK) is funded by the Creative Europe Program of the European Union for the period 2014-2016. Pinquins is also partly funded by Arts Council Norway for 2015/2016.

Kristine Tjøgersen has a Masters degree from The Norwegian Academy of Music where she studied with Hans Christian Bræin. Her focus is on contemporary music and new techniques for the clarinet. In addition to playing with asamismasa, she is a member of Polygon ensemble, Ensemble NeoN and performs regularly with orchestras in Norway. She has collaborated with numerous composers on new works and performs across Europe.

Arnold Marinissen likes to write for voices. Working with text, the personality and warmth of each individual voice, the intense dealing with sound, breath, diction and intonation make singing for him a field of special interest. He also likes a lot to write for percussion. His background as a percussionist provides him with knowledge and a clear taste and direction in writing for this multi-coloured family of instruments. However, Marinissen also writes for strings, piano, winds and brass. He created works for tape, music for film, theater and several works for dance performances. A direct contact and exchange with performers inspires Marinissen. Therefore, chamber music, works for ensemble and solo works so far are prominent in his oeuvre. Also the collaboration with stage and film directors, choreographers and light designers is something Marinissen considers valuable. Moving Classics has awarded Arnold Marinissen a residency in springtime 2016, with Pinquins percussion trio in Oslo/Norway. Further new work has been commissioned for the Venice Biennial in November 2015, and for the microtonal Huygens Fokker organ in the Muziekgebouw aan ’t IJ Amsterdam, amongst others. He is head of percussion and new music at the Conservatorium van Amsterdam, and leader of ensemble Lunatree.

Henrik Hellstenius studied musicology at the University of Oslo and later composition with Lasse Thoresen at the Norwegian Academy of Music. In 1992-93 he studied with Gérard Grisey at the Paris Conservatoire, as well as computer-assisted composition at IRCAM. Hellstenius’ output encompasses a large range of works: chamber music, orchestral works, operas, instrumental theatre works, music for dance and staged concerts. His music is frequently performed at concerts and festivals around the world. His opera Sera received the Norwegian Edvard Award in 2000, and has been staged in Oslo and Warszaw. His second opera, ”Ophelias: Death by Water Singing” was premiered in Oslo 2005 and staged in Polen, Norway and Germany. He has been composer in residence with the Oslo Philharmonic Orchestra. Henrik Hellstenius is also a professor in composition at the Norwegian Academy of Music in Oslo.

Georges Aperghis is a Greek composer working primarily in the field of experimental music theater but has also composed a large amount of non-programmatic chamber music. He lives in France. Aperghis studied with Iannis Xenakis and founded the music and theater company ATEM (Atelier Théâtre et Musique). He was a "composer in residence" in Strasbourg, France. Aperghis is honored with the 2015 BBVA Foundation Frontiers of Knowledge Award in Contemporary Music for his reinvention of music theater, using sound, gesture, space and technology and involving performers in the compositional process.

Pinquins hafa haldið marga tónleika og ferðast víða á tónleikaferðalögum sínum. Að auki hafa þær komið fram á hátíðum eins og Ultima Oslo Contemporary Festival, The Bergen International Festival, The Øya Festival, Only Connect Festival, Norrænum Músíkdögum, The THEMUS Festival (Gautaborg) og verið í samstarfi við Ny Musikk. Pinquins sinnir einnig tónleikaferðalögum sem hluti af dagskrá The Norwegian Concert Institute's. Pinquins hafa pantað verk frá fjölmörgum tónskáldum eins og Erik S. Dæhlin, Jan Martin Smørdal, Therese Birkelund Ulvo, Stine Sørlie, Anthony Pateras, Kjell Samkopf, Eyvind Guldbrandsen, Jon Halvor Bjørnseth, Jack White, Brice Catherin og Kari Beate Tandberg. Þessa stundina er tríóið í samstarfi við Henrik Hellstenius og Arnold Marinissen. Verkefnið “Moving Classics - Network for New Music”, sem Pinquins er hlutaðeigandi að í samstarfi við Curated Place (Bretland) er styrkt af The Creative Europe Program of the European Union, fyrir tímabilið 2014-2016. Pinquins er að hluta til styrkt af Arts Council Norway 2015/2016.

Kristine Tjøgersen er klarínettuleikari, tónskáld og sjónlistamaður sem býr og starfar í Osló, Nogegi. Hún er með MA gráðu í klarínettuleik frá The Norwegian Academy of Music, þar sem hún lærði hjá Hans Christian Bræin og tónsmíðar hjá Asbjørn Schaathun. Hún er nú við frekara nám í tónsmíðum hjá Carolu Bauckholt við The Anton Bruckner Universität í Linz, Austurríki. Kristina leikur í kammersveitunum  asamisimasa og neoN, hefur verið í samstarfi við fjölmörg samtímatónskáld og kemur reglulega fram víðs vegar í Evrópu. 

Arnold Marinissen nýtur þess að semja fyrir raddir. Með því að vinna með texta, persónuleika og hlýju hverrar einstakrar raddar, hina nánu meðhöndlun hljóms, öndunar, raddbeitingar og tónmyndunar, hefur söngur orðið að sérstöku áhugasviði fyrir hann. Hann nýtur þess einnig að semja fyrir slagverk. Bakgrunnur hans sem slagverksleikari veitir honum þekkingu og skýran smekk og sýn við að semja fyrir þessa litríku fjölskyldu slagverkshljóðfæra. Verkið “New work“ var nýlega flutt á The PAS Convention í San Antonio, Texas/USA, af slagverksleikaranum Ramon Lormans, hörpuleikaranum Ernestine Stoop, The Insomnia Percussion Trio í Taiwan/Taipei, slagverkstvíeykinu Niek KleinJan/Konstantyn Napolov í NJO Music Summer og af tvíeykinu Gross & Marinissen í Zagreb, Berlín og Hollandi. Arnold Marinissen kennir slagverk við The Conservatorium van Amsterdam og er í forsvari fyrir nám á slagverkshljóðfæri og nýja tónlist þar. Hann skipulagði dagskrána veturinn 2012-13 fyrir The Muziekgebouw aan't IJ in Amsterdam og er í forsvari fyrir hollensku kammersveitina Lunatree.

Henrik Hellstenius lærði tónlistarfræði við Háskólann í Osló og síðar tónsmíðar með Lasse Thoresen við Norsku Tónlistarakademíuna. Veturinn 1992/93 lærði hann hjá Gérard Grisey við Paris Conservatoire og  raftónsmíðar við IRCAM. Hann hefur samið fjölda ólíkra verka: kammertónlist, hljómsveitarverk, óperur, tónlist fyrir leikhús, dans og lifandi flutning. Tónlist hans er reglulega flutt á ýmsum tónleikum og hátíðum víða um heim. Ópera hans ,,Sera“ hlaut The Norwegian Edvard Award árið 2000 og hefur verið sýnd í Osló og Varsjá. Önnur ópera eftir hann “Ophelias: Death by Water Singing” var frumflutt í Osló árið 2005 og sýnd í Póllandi, Noregi og Þýskalandi. Hann hefur verið staðarlistamaður við Oslóar Fílharmóníuna. Henrik Hellstenius er prófessor í tónsmíðum við Norsku Tónlistarakademíuna í Osló.

Georges Aperghis er grískt tónskáld sem vinnur aðallega með tilraunir í tónlistarleikhúsi en hefur auk þess samið fjölda óprógrammeðra kammerverka. Hann býr í Frakklandi. Aperghis stundaði nám hjá Iannis Xenakis og stofnaði tónleikhúsið ATEM (Atelier Théâtre et Musique. Hann var staðartónskáld í Strasbourg, Frakklandi. Aperghis var heiðraður með 2015 BBVA Foundation Frontiers of Knowledge verðlaunum í samtímatónlist fyrir uppgötvanir sínr í tónleikhúsi, fyrir notkun sína á hljóð, hreyfingar, rými, tækni og þátttöku flytjenda í sköpunarferli tónlistarinnar.