Austur er vestur og vestur er austur | East is West and West is East, 2014. Andrew Ranville.

Austur er vestur og vestur er austur | East is West and West is East, 2014. Andrew Ranville.

Upphitun | Spjall & Súpa - Cycle Music and Art Festival 2017

Súputilboð í Garðskálanum

Sara S. Öldudóttir, annar sýningastjóra hátíðarinnar í ár, kynnir þemað - Fullvalda | Nýlenda - og ræðir út frá því við sýningarstjórann Frederikke Hansen (DK) og listamanninn Edward Fuglø (FO).

Umræðunum verður haldið áfram yfir súpu í Garðskálanum, veitingahúsi á jarðhæð safnsins gegn vægu gjaldi. 

Verið velkomin!
 

Edward Fuglø (FO) er búsettur í Klaksvík í Færeyjum. Hann stundaði nám við Danish School of Art, Crafts and Design í Kaupmannahöfn. Fuglø vinnur málverk, teikningar, veggmyndir og innsetningar sem innihalda kímni og samfélagsgagnrýni. 

Frederikke Hansen (DK) er sýningarstjóri og hluti af teyminu Kuratorisk Aktion sem hún stofnaði árið 2005 ásamt Tone Olaf Nielsen. Meðal annarra verkefna stýrðu þær Rethinking Nordic Colonialism: A Postcolonial Exhibition Project in Five Acts (2006). Árið 2015 opnuðu þær CAMP - miðstöð og sýningarrými fyrir list um málefni innflytjenda - sem þær reka í Trampólín húsinu í Kaupmannahöfn - sjálfstæðri samfélagsmiðstöð sem veitir flóttamönnum og hælisleitendum stuðning og hlutverk í nærsamfélaginu.

Sara S. Öldudóttir (IS) er félagsvísindakona og annar sýningarstjóra Cycle | Fullvalda | Nýlenda. Hún nam mannfræði og félagsfræði við Háskóla Íslands og stjórnmál alþjóðahagkerfisins við London School of Economics. Rannsóknaráhugi hennar lýtur að þjóðernishyggju, alþjóðahyggju og hnattrænum réttlætismálum auk félagslegum möguleikum listrænnar aðferðar.


 

Warm up | Soup & Talk - Cycle Music and Art Festival 2017

Soup of the day in Garðskálinn Museum Restaurant

Sara S. Öldudóttir, co-curator of this year’s festival, presents the exhibition’s theme - Sovereign | Colony - in conversation with the curator Frederikke Hansen (DK) and artist Edward Fuglø (FO).

The conversation will be carried on over soup in Garðskálinn Museum Restaurant, reasonably priced.

Welcome!
 

Edward Fuglø (FO) is based in Klaksvík, Faroe Islands. He studied at the Danish School of Art, Crafts and Design in Copenhagen. Fuglø works in painting, drawing, murals and installations, driven by subtle humour and social criticism. His works often convey playful insights into Faroese national identity.

Frederikke Hansen (DK) is a curator and part of the curatorial platform Kuratorisk Aktion which she formed together with Tone Olaf Nielsen in 2005. Amongst other projects they curated Rethinking Nordic colonialism: A Postcolonial Exhibition Project in Five Acts (2006). Kuratorisk Aktion opened CAMP (Center for Art on Migration Politics) in the spring of 2015. The center and its gallery is located in Trampoline House, an independent community center in Copenhagen that provides refugees and asylum seekers with a place of support, community, and purpose.

Sara S. Öldudóttir (IS) is a Social Scientist and co-curator of Cycle | Sovereign | Colony. She studied Anthropology and Sociology at the University of Iceland and International Political Economy and the London School of Economics and Political Science. Her research interests include nationalism, cosmopolitanism and global justice as well the social potential of artistic practice.