Alexander Koch

Alexander Koch

Bandamenn listanna

 

Um

Hverjir stýra þróun listaheimsins? Mótast listin af hagsmunum tiltekinna samfélagshópa? Hverjar eru menningarlegar þarfir samfélagsins og hvert er hlutverk listafólks við að svara þessum þörfum? Hver hefur úrskurðunarvald í þessum málefnum?

Bandamenn listanna er yfirlýsing og aðferðafræði sem miðar að lýðræðisvæðingu listanna. Markmiðið er að tengja listafólk með beinum hætti við hvers kyns þarfir eða úrlausnarefni samfélagsins. Hugmyndin er að hver sem er, einstaklingur eða hópur fólks, geti nálgast listamann og haft frumkvæði að sköpun nýs listaverks.

Belgíski listamaðurinn François Hers var upphafsmaður Bandamannanna í Frakklandi í upphafi tíunda áratugarins en verkefnið hefur nú breitt úr sér og er raunverulegt breytingarafl í menningarstefnu Evrópulanda.

Alexander Koch er sýningarstjóri og forgöngumaður verkefnisins í Þýskalandi og mun kynna uppruna, markmið og árangur þess.

 

Alexander Koch, búsettur í Berlin, er sýningarstjóri og höfundur sem lærði myndlist. Á árunum 2000 til 2005 var hann kennari í háskóla í Leipzig þar sem hann kenndi meðal annars grafík og bókband. Hann varð árið 2008 meðstofnandi KOW gallerísins í Berlín, sem og einn af upphafsmönnum og forstöðumaður að verkefninu The New Patrons Project í Þýskalandi. Hann hefur síðan 2013 verið að koma Patrons Project á framfæri í Nígeríu, Kamerún, Indlandi og öðrum löndum. Fjöldamargar sýningar og rit lýsa hugmyndum hans um list, sem er samfélagsmiðað.

Heimasíða Bandamannanna: http://www.nouveauxcommanditaires.eu/en/home//

 

 

 

 

The New Patrons

 

About

Who controls developments in the art world? Do the arts interpret the interests of particular social groups more than others? What is the role of the public vís-á-vís professional artistic practice? What are the cultural needs of our societies and what is the role of artists in fulfilling those needs. Who decides on these questions?

The New Patrons is a protocol, methodology and cultural network that aims to radically democratize the arts. The objective is to make professional artistic production accessible to the public by encouraging and supporting artistic commissioning that is based on a need or idea of its members: “Anyone who wishes so, alone or in association with others, can take responsibility for the commissioning of an artwork.”

The New Patrons were conceived by the Belgian artist and photographer François Hers in France at the beginning of the 90s. A network has since grown out of his declaration to become a force for change in cultural policy in Europe.

Alexander Koch, curator and representative of The New Patrons in Germany, will present the origin, aims and results of the project.

 

Alexander Koch, Berlin based, is a curator and author who studied fine arts. From 2000 to 2005 he was a university lecturer in Leipzig in graphics and book art. In 2008 he became the co-founder of the KOW Gallery in Berlin, as well as co-initiator and director of The New Patrons in Germany. Since 2013 he has been initiating new patron projects in Nigeria, Cameroon, India and other countries. Numerous exhibitions and publications put across his idea of art that is anti-representational and socially oriented. As a theorist Koch wrote fundamental texts about withdrawal from art and the internal differences within the field of art.

New Patrons´ website: http://www.nouveauxcommanditaires.eu/en/home//