Þúfa, Ólöf Nordal.

Þúfa, Ólöf Nordal.

Torf

Torf vinnustofan er leidd af sýningarstjóranum Annabelle von Girsewald sem er bandrísk en hefur aðsetur í Berlín. Annabelle hefur starfað við sýningarstjórn, rannsóknir og sem umboðsmaður listamanna í Frankfurt við Main, London og í Berlín. Hún hefur rannsakað hugtakið HEIMA síðan 2005 og nú beinir hún sjónum síðum að Torfi. Vinnustofan verður samtímis lærð og listræn rannsókn á torfhúsum sem sett er í sögulegt samhengi við yfirráð Dana á Íslandi. Markmiðið er að tengja saman á einum vettvangi reynslusögur einstaklinga, þjóðernishyggju og nýlendutíma meðan leitast er eftir að kryfja þjóðarímynd Íslendinga og samband þeirra við íslenska menningararfleifð í gegnum verk þekktra listamanna.

 

Dagskrá 

Mánudagur 4.9.

11:00 - 11:30 Inngangur

12:30: Icelandic Architectural Heritage and Colonialism, Sigurjón Baldur Hafsteinsson

13:30 - 14:30: Vinnustofa: Ólöf Nordal og Ann-Sofie Gremaud í samtali 

Þriðjudagur 5.9.

11:00 - 11:30 Inngangur

11:30 - 12:30: The Legacy of Turf Houses, Magnús Jensson

13:30 - 14:30: Claudia Hausfeld kynnir verk sín

Miðvikudagur 6.9.

11:00 - 11:30 Inngangur

11:30 - 12:30: Frásagnir eldri kynslóða af persónulegri reynslu af lífi í torfhúsum.

13:30: Ferð að Þúfu, verki Ólafar Nordal við gömlu höfnina í Reykjavík - Ólöf Nordal og Guðjón Stefán Kristinsson segja frá gerð verksins.

 

Þáttakendur í vinnustofunni eru:

Annabelle von Girsewald (DE|USA)
Ann-Sofie Gremaud (DK)
Ólöf Nordal (IS)
Guðjón Stefán Kristinsson (IS)
Sigurjón Baldur Hafsteinsson (IS)
Magnús Jensson (IS)
Claudia Hausfeld (DE|IS)

 

Annabelle von Girsewald (f. 1972) er sýningarstjóri, vísindamaður, listaverkasali og lista-leiðsögumaður sem er búsett í Berlín. Hún hefur unnið fyrir söfn og gallerí í Frankfurt, London og Berlín. Fræðilegar sýningar hennar með þemað “heima” hófust í Frankfurt árið 2005.

Ólöf Nordal (f. 1961) er myndlistarmaður sem býr og starfar í Reykjavík. Ólöf lauk framhaldsnámi í myndlist úr skúlptúrdeild Yale háskólans í New Haven í Connecticut í Bandaríkjunum auk MFA við Cranbrook Academy of Art í Michigan og Gerrit Rietvelt Academie í Amsterdam. Ólöf vinnur skúlptúra, ljósmyndir, tvívíðar og þrívíðar tölvumyndir, myndbönd, innsetningar og hefur unnið útilistaverk í Reykjavík, þar á meðal Þúfu á Granda og Geirfugl á Ægisíðu.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor við Háskóla Íslands. Hann var formaður European Association of Social Anthropologists (EASA) Media Anthropology Network á árunum 2008-2010. Meðal nýjustu rita hans er Unmasking Deep Democracy, sem var gefið út árið 2013 af Intervention Press.

Magnús Jensson fæddist í Reykjavík 1972, útskrifaðist frá Arkitektaskólanum í Árósum 2004 og hefur verið sjálfstætt starfandi arkitekt frá 2006. Magnús hefur haldið fjölda fyrirlestra um vistvænan arkitektúr, íbúðargerðir, borgarskipulag og sígilda hlutfallafræði, kennt við Listaháskóla Íslands og tekið þátt í nefndarstörfum fyrir Arkitektafélag Íslands. Magnús hefur einnig numið myndlist og tónlist og hafa tónverk eftir hann verið flutt víða um heim. Magnús er meðlimur í tónskáldahópnum S.L.Á.T.U.R.

Claudia Hausfeld fæddist í Berlín en hefur haft aðsetur í Reykjavík síðustu ár. Hún nám ljósmyndun við Listaháskólann í Zürich í Sviss og myndlist við Lístaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist 2012. Hún hefur verið meðlimur þónokkurra listamannarekinna sýningarrýma í Sviss, Danmörku og á Íslandi meðfram listsköpun sinni.

Guðjón Stefán Kristinsson er hleðslumeistari og hefur unnið að gerð listaverka með náttúrulegum efnum, til að mynda Þúfu Ólafar Nordal, myndlistarkonu.

Ann-Sofie Nielsen Gremaud (f. 1981) er með doktorspróf frá Háskólanum í Kaupmannahöfn þar sem hún stundaði nám við Lista- og Menningarsvið skólans. Hún er sömuleiðis með meistaragráðu í norrænum bókmenntum og tungumálum auk listasögu frá Háskólanum í Árósum. Hún er meðlimur í stjórn útskrifaðra doktora við Háskólann í Kaupmannahöfn og matsráðgjafi við Dönsku Menningarstofnunina. Ann-Sofie vinnur að mestu verk á Norðurlöndunum, að stærstum hluta ljósmyndir, þar sem hún fjallar um fjölmörg málefni sem tengjast þéttbýlismyndun, hnattvæðingu og áhrif iðnvæðingar á náttúruna og umhverfið.

 

Turf

The Turf workshop is lead and curated by Annabelle von Girsewald a US|German Curator based in Berlin. She is an exhibition maker, researcher, art dealer and has worked for museums and galleries in Frankfurt am Main, London and Berlin. Her academic ‘home’ themed shows started in 2005 in Frankfurt am Main. This workshop on Turf serves as an academic and artistic exploration of the turf building tradition within the larger context of the problematic colonial history of Iceland. The aim is to connect personal stories with histories of nationalism and colonialism while redefining national identity and cultural value through artistic production.

 

Program

Monday 4.9.

11:00 - 11:30 Introduction

12:30: Icelandic Architectural Heritage and Colonialism, Sigurjón Baldur Hafsteinsson

13:30 - 14:30: Workshop: Ólöf Nordal and Ann-Sofie Gremaud in conversation

Tuesday 5.9.

11:00 - 11:30 Introduction

11:30 - 12:30: The Legacy of Turf Houses, Magnús Jensson

13:30 - 14:30: Claudia Hausfeld presents her work

Wednesday 6.9.

11:00 - 11:30 Introduction

11:30 - 12:30: Turf House Homing: personal accounts of life in turf houses by older generations

13:30: Trip to Þúfa, Ólöf Nordal's outdoor art piece  by the old Reykjavík harbour - the artist together with Guðjón Stefán Kristinsson talk about its making.

 

Participants in the workshop are:

Annabelle von Girsewald (DE|USA)
Ann-Sofie Gremaud (DK)
Ólöf Nordal (IS)
Guðjón Stefán Kristinsson (IS)
Sigurjón Baldur Hafsteinsson (IS)
Magnús Jensson (IS)
Claudia Hausfeld (DE|IS)

 

Annabelle von Girsewald (b. 1972) is a curator, researcher, art dealer and art tour guide based in Berlin. She has worked for museums and galleries in Frankfurt am Main, London and Berlin. Her academic ‘home’ themed shows started in 2005 in Frankfurt am Main.

Ólöf Nordal (b. 1961) is an artist based in Reykjavík. She has an MFA from the sculpture department of Yale University in New Haven, Connecticut as well as an MFA from Cranbrook Academy of Art in Michigan and Gerrit Rietvelt Academie in Amsterdam. Her artistic practice spans sculptures, photographs, video works, installations and public art.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson is professor at the University of Iceland. He was coordinator of the European Association of Social Anthropologists (EASA) Media Anthropology Network (2008-2010). His latest books include Unmasking Deep Democracy (2013) published by Intervention Press.

Magnús Jensson was born in Reykjavík in 1972, he graduated from the Aarhus school of Architecture in 2004 and has since 2006 run his own architect studio. Magnús has given numerous lectures on sustainable architecture, residential housing, urban planning and classical geometry, and has taught at the Iceland Academy of the Arts and taken part in various committee work for the Architects’ Association of Iceland. Magnús has also studied visual arts and music and his music has been performed in various places around the world. He is a member of the composers´ collective S.L.Á.T.U.R.

Claudia Hausfeld was born in Berlin and lives and works in Reykjavík. She studied photography at the Zürich University of the Arts, Switzerland and graduated from the Iceland Academy of the Arts in 2012. She has been an active member in severalartist-run exhibition spaces in Switzerland, Denmark and Iceland alongside her art praxis.

Guðjón Stefán Kristinsson works with natural building materials and has worked with artists, such as the structure of “Þúfa” by visual artist Ólöf Nordal.

Ann-Sofie Nielsen Gremaud (b. 1981) holds a PhD from the Department of Arts and Cultural Studies from the University of Copenhagen and a MA in Nordic Literature and Languages and Art History from the University of Aarhus. She is a member of the PhD board at the University of Copenhagen and an evaluation coordinator at the Danish Agency for Culture.
Ann-Sofie Gremaud makes work, mainly photography, around Nordic countries and focuseson various issues concerning urbanization, globalization and marks of industrialisation on the landscape.