Kindamörk

Kindamörk

Mörk

 

Um verkið

Verkið Mörk er byggt á fjármörkum Suður-Þingeyinga og Keldhverfunga. Í verkinu er táknkerfi markanna þýtt inn í táknkerfi tungumáls og tónlistar, og í þeirri þýðingu verður til aukamerking sem opnar á nýjar túlkanir á upprunalega táknkerfinu. Fjármörk eru hluti af sögulegum arfi og taka á sig staðbundna merkingu, tilheyra t.d. ákveðnum býlum kynslóð fram af kynslóð en jafnframt er hægt að líta á þau sem óhlutbundið táknkerfi sem inniheldur ákveðna þekkingu og hefur ákveðna málfræðilega og fagurfræðilega eiginleika. Markið hefur þannig bæði mjög efnislega skírskotun (eyra kindarinnar ræður lögun þess) og dæmigerða eiginleika tákns í táknmáli eða tungumáli. Í verkinu eru þessir eiginleikar markanna notaðir til þess að kalla fram nýja heild.

Mörk er samvinnuverkefni Gunnars Andreasar Kristinssonar tónskálds, Jóhannesar Dagssonar myndlistarmanns og Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara.

Flytjendur: Tinna Þorsteinsdóttir, píanó - Frank Aarnink, slagverk - Kristín Jónsdóttir, upplesari.

 

Jóhannes Dagsson (f. 1975) er heimspekingur og myndlistarmaður. Hann lauk doktorsprófi í heimspeki frá University of Calgary árið 2012. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Jóhannes er lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Nýtt samstarfsverkefni hans og Gunnars Andreasar Kristinssonar, tónskálds, Mörk, verður frumflutt á Cycle 2017.

Gunnar Andreas Kristinsson (f. 1976) er tónskáld sem nam við Tónlistarskóla Reykjavíkur, Hochschule für Musik í Köln og við The Royal Conservatory í Haag. Verk hans hafa verið flutt á alþjóðlegum tónlistarhátíðum og af sveitum á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur. Nýtt samvinnuverk hans og Jóhannesar Dagssonar, myndlistarmanns, er ber heitið Mörk, verður frumflutt á Cycle 2017.

Tinna Þorsteinsdóttir er píanóleikari og stundaði nám í píanóleik í Hannover og Münster í Þýskalandi og síðar í Boston við New England Conservatory of Music. Tinna er búsett í Reykjavík og var sýningarstjóri sýningarinnar Píanó á Listahátíð í Reykjavík árið 2014. Tinna skapar ýmiskonar hljóð- og gjörningaverk og er einnig liðtækur spunalistamaður.

Frank Aarnink, slagverksleikari, stundaði nám í Hilversum og Amsterdam. Hann hefur spilað með mörgum sinfóníuhljómsveitum í Hollandi og tekið þátt í óperu- og söngleikjauppfærslum. Frá árinu 2001 hefur Frank verið fastráðinn sem slagverks- og pákuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Frank er aktífur í nútímatónlistarsenunni á Íslandi og er einn tveggja meðlima í Duo Harpverk.

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur er fædd árið 1973. Hún lauk B.Sc. prófi í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og er doktor í jarðskjálftafræði frá Uppsala háskóla í Svíþjóð. Kristín er hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands.

tags

 

About the work

Tags is a work based on ear markings in the areas of Suður-Þingeyjarsýsla and Kelduhverfi. In the work notations of the tags are translated into language and music systems, and in the translation process new understandings surface and create a new interpretation of the original system. Ear tags are part of historical heritage and have a local meaning, are part of specific farms through generations, but can also be looked at abstractly and symbolic for a certain knowledge and have distinctive grammar and aesthetic qualities. The ear tag has a strong physical appeal - the ear of the sheep decides on the shape of the mark – and some typical features of a symbol in language. In the work the elements of the marks are used to create a new vision.

Tags is a collaborative work between Jóhannes Dagsson, visual artist, Gunnar Andreas Kristinsson, composer and Tinna Þorsteinsdóttir, pianist.

Performers: Tinna Þorsteinsdóttir, piano - Frank Aarnink, percussion - Kristín Jónsdóttir, moderator.

 

Jóhannes Dagsson (b. 1975) is a philosopher and a visual artist. He holds a PhD in philosophy from the University of Calgary (2012). His research takes place at the intersection of philosophy of mind, philosophy of language and aesthetics. Questions surrounding perception and meaning in the context of art define his research. Jóhannes is an assistant professor at the Fine Arts department of Iceland Academy of the Arts. A new collaborational work, Mörk, with Gunnar Andreas Kristinsson, composer will be premiered at Cycle Music and Art Festival.

Gunnar Andreas Kristinsson (b. 1976) studied at The Reykjavik College of Music, later at Hochschule für Musik in Cologne and finally composition at The Royal Conservatory in The Hague. Gunnar‘s compositions have found their way into music festivals worldwide and have been performed by different ensembles. A new collaborational work entitled Mörk with Jóhannes Dagsson, visual artist, will be premiered at Cycle Music and Art Festival 2017.

Tinna Þorsteinsdóttir is a pianist and studied piano performance in Hannover and Münster in Germany and later at New England Conservatory of Music in Boston. She resides in Reykjavík and was the curator of the art exhibition Piano at Reykjavik Arts Festival in 2014. Tinna creates sound- and performance works and is also an active improviser.

Frank Aarnink, percussionist studied in Hilversum and Amsterdam in the Netherlands. He has performed with many symphony orchestras in the Netherlands as well as in opera- and musical productions. From 2001 Frank holds a position as percussionist and timpanist at the Iceland Symphony Orchestra. Frank plays an active role in the new music scene in Iceland and is part of Duo Harpverk.

Kristín Jónsdóttir (b. 1973) is a seismologist. She has a B.Sc. in Geophysics from the University of Iceland and holds a doctoral degree in Earthquake Seismology from the Uppsala University in Sweden. Kristín is team leader of the natural hazard monitoring at the Icelandic Met Office.