Konur, valdefling og kvikmyndagerðarlist á V-Norræna svæðinu
Þátttakendur fjalla um reynslu sína og innsýn í heim kvikmyndagerðarlistarinnar, möguleika og hindranir í kvikmyndagerðarlist til valdeflingar kvenna auk pallborðs- og opinna umræðna.
Í kjölfarið verða sýndar stuttmyndir og dæmi úr kvikmyndum, m.a. tvær færeyskar stuttmyndir, valdar af Ingunni Olsen.
Anahí's Room (2017) er stuttmynd eftir Ivalo Frank í samvinnu við Jessie Kleeman. Einnig fer fram leikstjóraspjall með Q&A.
Verið velkomin!
Þátttakendur:
Dögg Mósesdóttir, leikstjóri, handritshöfundur og formaður WIFT (alþjóðlegra samtaka kvenna í kvikmyndagerð og sjónvarpi) á Íslandi
Ivalo Frank, leikstjóri og kvikmyndagerðar- og vídjólistakona
Ingun Olsen, kvikmyndagerðarkona og framleiðandi
Ragnheiður Gestsdóttir, lista- og heimildamyndagerðarkona
Ingun Olsen er stofnandi kvikmyndafyrirtækisins Fish & Film og framleiðir heimildarmyndir. Hún er sjálf líka heimildamyndagerðarmaður og ritstjóri með meira en 20 ára reynslu af sjónvarpi og sjónvarpsútsendingum. Hún er búsett í London.
Ivalo Frank (f. 1975) er fædd í Grænlandi af dönskum ættum og er búsett í Berlín og Kaupmannahöfn. Hún er með meistaragráðu í heimspeki og félagsfræði frá Háskólanum í Lundi og vinnur sem myndlistarmaður og sjónrænn mannfræðingur. Frank hefur unnið myndir í ólíkum löndum og um ýmis málefni þar á meðal póstkóloníalisma og viðtöl við íbúa fyrrum Austur-Þýskalands. Verk hennar hafa hlotið margar viðurkenningar.
Dögg Mósesdóttir starfar sjálfstætt við kvikmyndagerð, er formaður WIFT (alþjóðleg samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi) á Íslandi og stofnandi og meðeigandi framleiðslufyrirtækisins Freyja Filmworks. Hún útskrifaðist 2005 frá kvikmyndaskólanum C.e.c.c. í Barcelona og hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og tónlistarmyndbanda, unnið við klippingu kvikmynda og setið í dómnefndum hátíða. Dögg stofnaði kvikmyndahátíðina Northern Wave árið 2007 og hefur verið stjórnandi hennar síðan.
Ragnheiður Gestsdóttir (f. 1975) er listakona sem notar bakgrunn sinn í sjónrænni mannfræði sem leiðsöguþráð í listsköpun sinni. Í verkum sínum sem hún vinnur ýmist í vídeó, skúlptúr eða innsetningu varpar hún fram spurningum um vald, kerfi og tungumál. Hún lauk meistaranámi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í London 2001 og MFA í myndlist frá Bard College í New York 2012. Ragnheiður hefur sýnt víða alþjóðlega og kvikmyndir hennar hafa verið sýndar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.
Women, empowerment and filmmaking in the W-Nordic region
Participants present their perspective and experience of filmmaking and the film world, possibilities and barriers for women´s empowerment through film in addition to panel- and open discussion.
Discussions will be followed by screenings of short-films and clips. Among others:
Anahí's Room (2017), film by Ivalo Frank in collaboration with Jessie Kleeman and two Faroese short films, selected by Ingun Olsen. Films will be followed by Q&A sessions.
Welcome!
Participants:
Dögg Mósesdóttir, director, script-writer and chairwoman of Women in Film and Television - Iceland
Ivalo Frank, director and film artist
Ingun Olsen, filmmaker and producer
Ragnheiður Gestsdóttir, artist, visual anthropologist and documentary maker
Ingun Olsen is the founder of the film company Fish & Film and produces documentary films. She is a documentary film-maker herself and editor with more than 20 years experience in television broadcasting. She is currently based in London.
Ivalo Frank (b. 1975) is born in Greenland to Danish parents and now resides between Berlin and Copenhagen. Holding a MA in Philosophy and Social Science from Lund University, she works as an artist and visual anthropologist. Frank’s work has been included in numerous international film festivals and has won a number of awards.
Dögg Mósesdóttir is an independent filmmaker, chairwoman of WIFT (Women in Film and Television) Iceland and founder and co-owner of Freyja Filmworks. She graduated in 2005 from C.e.c.c. in Barcelona and has written and directed many short films and music videos, has worked as an editor and been member of festival juries. Dögg founded the Northern Wave International Film Festival in 2007 and has directed the festival since.
Ragnheiður Gestsdóttir (b. 1975) is an Icelandic artist heavily influenced by her background in visual anthropology, a field that deals critically with representation and the staging of culture and identity. Through film, sculpture and installation, she explores power structures, systems and language. Ragnheiður received an MA in Visual Anthropology from Goldsmiths College in 2001 and an MFA in Fine Arts from Bard College in 2012. Ragnheiður has exhibited widely internationally and her films have been shown at a variety of international film festivals.