Photo by Kári Sverrisson, courtesy of the choir.

Photo by Kári Sverrisson, courtesy of the choir.

South Iceland Chamber Choir | Kammerkór Suðurlands

Salurinn
29 October 2016 | 29. október 2016
2 PM | kl 14:00

Programme | Efnisskrá:
Hallvarður Ásgeirsson & Saga Sigurðardóttir  -  Niður (Surrender in three movements)
Jobina Tinnemans  -  Reflections over Verisimilitude

Conductor | Stjórnandi:
Hilmar Örn Agnarsson

Aðgangur ókeypis | Free admittance

Reflections over Verisimilitude is a work combining a live concert by Kammerkór Suðurlands (The South Iceland Chamber Choir) with transparently composed echoes set in a visual landscape of choir members filmed on location, singing in the mesmerising coastal scenery of Snaefellsness. The sounds navigate over the ocean surface in wild wildlife textures and composed serenity. Echoing back a reflection to us of who we are, where we come from and where we are going.

Niður (Surrender in three movements) is a choreographed oratorium for Kammerkór Suðurlands in which the music form and movements of the choir deal with the space of fore- and background. The work is inspired by themes of depth, or the abyss within two mythologies in Icelandic faith: Ragnarrök—The Twilight of the Gods from the poem Völuspá and the martyrdom of Christ.

Reflections over Verisimilitude er verk sem sameinar tónleika með Kammerkór Suðurlands og  tærar bergmálshendingar teknar upp í myndrænu landslagi með kórmeðliðum, þar sem þeir syngja í heillandi strandlandslagi Snæfellsness. Hljóðin leita yfir yfirborð sjávar í villtri áferð og ró landslagsins. Endurkastast aftur til okkar sem mynd af því hver við erum, hvaðan við komum og hvert við erum að fara.

Verkið Niður er kóreógrafísk óratóría fyrir Kammarkór Suðurlands þar sem tónlistarformið og hreyfing kórmassans takast á um stað for- og bakgrunns. Verkið er hins vegar undir áhrifum frá þemum um afgrunn, hyldýpið, í tveimur trúarhefðum Íslendinga; ragnarrökum Völuspár og píslarvætti Krists.


Kammerkór Suðurlands (The South Iceland Chamber Choir) is comprised of musicians from the South of Iceland, as well as Iceland's capital area. It was founded in 1997 by Hilmar Örn Agnarsson, who has been its conductor from the outset. The choir has given many performances in Iceland, e.g. at Cycle Music and Art Festival 2015, the Skalholt Cathedral Summer Concert series, Reykjavík's Dark Music Days festival, Reykjavík Jazz Festival, Reykjavík Arts Festival and the Tectonics festival, which is also held in Reykjavík. The choir has also performed abroad in France, Greenland, Sweden and in England, at Southwark Cathedral in London and the Salisbury International Arts Festival. The choir has recorded music for film and radio. The South Iceland Chamber Choir has collaborated with and premiered works by many outstanding Icelandic and foreign composers. In the past few years the choir has gained international acclaim, most notably for its collaboration with English composer Sir John Tavener. In October 2010, the choir released an album of Tavener's music, ‘lepo Oneipo’ (Sacred Dream). It was nominated for the Album of the Year Award in the contemporary and classical music category of the 2011 Icelandic Music Awards. More recently, the Choir has participated in a European collaboration project, along with Curated Place, Cycle Music and Art Festival, and Pinquins, with the aim of premiering newly commissioned work from composers in residence as part of the Moving Classics project, funded in large by Creative Europe and SASS.

Jobina Tinnemans is a contemporary composer working in crossover disciplines of electronics, classical music and contemporary art. She incorporates analogue and digital, lo-fi and high-end techniques as well as non-musicians and ancient crafts. All possible ways to express the sounds she hears in nature, from the smallest micro-texture of rustling grasses to the dramatic sounds of the weather. Page turning, knitters, hedge trimmers, kung fu and Shakespeare all have featured in her compositions. She was selected to compose contemporary classical composition with electronics for the 2013 edition of the MATA festival in New York, founded by Philip Glass, Eleonor Sandresky and Lisa Bielawa, resulting in the innovative piece Killing Time. Jobina’s piece Shakespeare and Hedgeshear, involving two table tennis teams and hedge trimmers, was selected to represent the British section of the ISCM World Music Days 2014 in Poland. Her newest triptych of pieces Turner Piece/Apartment House/Metro, commissioned by Sound And Music for the Apartment House ensemble, features the sound of the paper scores being turned as an integral part of the music, adding to and enriching the sounds of classical instruments and electronics. 

Hallvarður Ásgeirsson is a composer working on the borders of avant classical composition and the electronic metamorphosis of live instruments. He has written two works with choreographer Saga Sigurdardóttir: Scape of Grace and Predator. Predator is a choir piece influenced by medieval music. Scape of Grace is a study of sound and choreography for five dancers and five amplifiers and cabinets. Blýkufl is a composition for electronic instruments, Vardiphone, and five dancers/voices. Hallvarður has an M.Mus degree in composition from Brooklyn College and a BA in composition/new media from Art Academy of Iceland. Infernal Oscillation for chamber group was performed at Dark Music Days 2015. Hallvarður has written the pieces Miniature#3, Miniature#9 for piano and Toccata and Scherzo for toy piano for pianist Tinna Thorsteinsdóttir.

Saga Sigurðardóttir hefur um árabil starfað sjálfstætt sem danslistakona og -kennari. Auk þess að leiða eigin verkefni hefur hún unnið sem performer og höfundur í samstarfi við fjölmarga listamenn og hópa, innan og utan landsteinanna. Menntun 2015. BA í guðfræði frá Háskóla Íslands. 2006. Bachelor of Arts - Dance Maker, frá ArtEZ Listaháskólanum í Arnhem, Hollandi. 2003-2004. Starfsnám hjá Íslenska dansflokknum. 2000-2003. Diploma frá Listdansskóla Íslands, nútímadansbraut. 2002. Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.  

Kammerkór Suðurlands samanstendur af tónlistarfólki af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu. Stjórnandi kórsins frá stofnun hans árið 1997 er Hilmar Örn Agnarsson. Kórinn hefur komið fram víða, m.a. á Cycle Music & Art Festival, Sumartónleikum í Skálholti, Myrkum Músíkdögum, Jazzhátíð og Listahátíð í Reykjavík, Tectonics-samtímatónlistarhátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands; haldið tónleika í Frakklandi, Grænlandi, Svíþjóð,Southwark dómkirkjunni í Lundúnum og á Salisbury-listahátíðinni á Englandi; auk þess að hljóðrita tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp. Stór hluti kórstarfsins hefur frá upphafi einkennst af náinni samvinnu við íslensk og erlend tónskáld. Á seinni árum hefur kórinn vakið alþjóðlega athygli og ber þar hæst samstarfið við breska tónskáldið Sir John Tavener, en kórinn flutti fyrstu samfelldu tónleikadagskrána hérlendis helgaða verkum hans í Skálholti árið 2004. Í október 2010 kom út geisladiskurinn Iepo Oneipo (Heilagur draumur) með tónlist Taveners, sem var m.a. valinn diskur mánaðarins hjá tónlistartímaritinu Gramophone, auk tilnefningar sem plata ársins í flokki klassískrar/ samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2011. Undanfarin misseri hefur Kammerkór Suðurlands, í samstarfi við bresku umboðsskrifstofuna Curated Place, verið einn þriggja evrópskra flytjendahópa sem taka að sér frumflutning á nýjum tónsmíðum útvalinna umsækjenda í alþjóðlega tónskáldaverkefninu Moving Classics, sem er liður í styrkjaáætlun Evrópusambandsins, Creative Europe og er auk þess styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).

Jobina Tinnemans, tónskáld er ættuð frá Hollandi sem nú býr í Bretlandi. Hún fæst við samtímatónlist, þar sem hún blandar ólíkum miðlum raftónlistar, klassískrar tónlistar og samtímalistar. Hún nýtir hliðræna og stafræna “lo-fi” og “high-end” tækni en einnig fornar aðferðir óháð tónlistinni, allt í þeim tilgangi að tjá þau hljóð sem hún heyrir í víðáttu landslagsins umhverfis hana. Frá hinni minnstu hreyfingu blómsins til háværra druna veðursins. Í verkum hennar má finna blaðsíðuflettingar, prjónaskap, kung fu og Shakespeare. Hún var valin úr hópi 600 umsækjenda til að semja klassískt samtímaverk fyrir raftónlist á The 2013 edition of the MATA festival í New York, stofnuð af Philip Glass, Eleonor Sandresky og Lisa Bielawa. Hún hlaut mikið lof fyrir verk sitt “Shakespeare and Hedgeshear”, sem innihélt tvö borðtennislið og garðklippur og var verkið valið fyrir hönd Bretlands á ISCM World Music Days 2014 í Póllandi. Af nýlegum verkum má nefna þrjú verk fyrir strengi, rafhljóðfæri, sópran og blaðsíðuflettingar sem pantað var af The Sound and Music Embedded program. Heimili Jobinu er staðsett á klettahæð þar sem hún heyrir daglega í flautu ferjunnar, þegar hún siglir eftir yfirborði sjávar og sér fyrir sér höfnina í fjarska. Þessar náttúrulegu hljóðupplifanir eru endurtekin stef sem má finna í verkum Jobinu Tinnemans.

Hallvarður Ásgeirsson er tónskáld og gítarleikari sem gerir andrýmistónlist og vinnur með rafræna umbreytingu lifandi hljóðfæra. Hallvarður hefur samið tónlist fyrir verkin Scape of Grace, Predator og Blýkufl í samvinnu við Sögu Sigurðardóttur. Predator er kórverk fyrir 5 dansara. Scape of Grace er stúdía um hljóð og kóreógrafíu fyrir 5 dansara og 5 hátalara. Blýkufl er tónlist fyrir rafræn hljóðfæri og 5 raddir/dansara. Nám: Rafgítar við Tónlistarskóla FÍH, raftónlist við Tónver Tónlistarskóla Kópavogs, tónsmíðar/ný miðla við Listaháskóla Íslands(BA) tónsmíðar við Brooklyn College(M.mus). Infernal Oscillation fyrir kammersveit var flutt af Caput á Myrkum Músíkdögum 2015. Toccata fyrir dótapíanó hefur verið flutt á Sláturtíð 2013, í Mengi og Bandaríska sendiráðinu, verkið Scherzo var flutt á Mengi 2015.