Johannes Paul Raether
PROTEKTO.X.X. TECHNOALCHEMICAL COSMOLOGY (5.5.5.1.–5.5.5.3)
2016
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
That Time | Þá
27 October - 18 December 2016 | 27. október - 18. desember 2016
Research performance | Rannsóknar gjörningur
PROTEKTI.X.X. ABSURD ALLOY (5.5.5.4)
28 October 2016 | 28. október 2016
Departure from B.S.Í. Bus Terminal 12 PM | Lagt af stað frá B.S.Í. kl. 12:00
Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík
Meeting point at Gerðarsafn 12:15 PM | Lagt af stað frá Gerðarsafni kl. 12:15
Hamraborg 4, 200 Kópavogur
Admittance | Miðaverð: ISK 1500
Only 20 seats available | Aðeins 20 sæti í boði.
Please register by sending an e-mail to hrefna@cycle.is | Vinsamlegast pantið miða með því að senda tölvupóst á hrefna@cycle.is
The work Protekto.x.x. 5.5.5.1/3 refers to a series of performances (version number 5.5.5.1 to 5.5.5.3) that feature the “psychoreal“ and techno-alchemical witch going by the same name. They are part of a lifeline of WorldWideWitches starting in 2011 continuing until the present. The object on display is used within their research and travels to melt a series of “communisates“—magical objects made of technological metals such indium tin oxide, gallium, and rare earth elements. The two poles of the apron exhibited at Gerdarsafn Museum are covered in symbolic renderings of the witches one one side (a full, half and crescent moon) and the layout of the mines of Bayan Obo in Northern China on the other side.
White and black combs describe their position in the ancient system of alchemy: the microcosm and the macrocosm. The centre is taken by the sun, which in the witches’ rendering is also the position of the melting pots and crucibles. The hand offers a ring of gallium, along with its data on molecular mass and density, taken from the periodic system. The metal gallium is an important substance in the witches’ lifeline. It is harmless to the human body while transforming its mass and aggregate state when in contact with the human body, but it is highly corrosive to metals most used in the information-industrial complex: Aluminium, for example, crumbles when gallium touches its crystal structures.
The two terms next to the melting centre of the apron are taken from Protect.x.x. language: In preparing the melting of the communisate, her thoughts and terms around capitalogenic possession and endo-capitalotrophic objects and beings are evoked in and through these neologisms. And finally, on the flaps, Protekto.x.x. engages in her practice of “commueering,“ signaling the fusion of community and engineering, bringing together applications of the everyday, such as the smartphone, wind power, laser and satellites, ancient alchemical symbols and their rare earth counterparts.
Johannes Paul Raether´s new performance features one of his constructed identities (the avataras, SelfSisters) which emerge at various sites in the public space where they research, teach, and tell stories. As colourful beings, made up from everyday objects, they discuss complex topics such as bio- and reproduction technology, globalised tourism industries or information and computer technology. During Raether’s performance at Cycle one of these avataras, a techno-alchemical witch called Protekto.x.x (Version 5.5.5.4), will stage an appearance in Iceland after producing a chaotic meltdown of reality and fiction in the Apple Store in Berlin earlier this summer.
Starting from central Kópavogur, the witch will guide the visitors on a psycho-realist research mission to various industrial sites, into the Rio Tinto Alcan aluminium smelter and the waste water management health business operation called the Blue Lagoon, and further across the Reykjanes peninsula to collect material for her/its ongoing research on “Capitalogenic Possession,” the “Smartphonefetish,” and will melt its fifth “Communisate” as an absurd alloy.
Verkið Protekto.x.x. 5.5.5.1/3 er hluti af röð performansviðburða (með útgáfunúmerum 5.5.5.1-5.5.5.3) sem sýna samnefnda tækni-alkemíska og gervi-raunsæja norn. Serían er hluti af líflínu WorldWideWitches sem hófst árið 2011 og er viðvarandi. Hluturinn sem sést er notaður í rannsóknum þeirra og ferðalögum og til þess að bræða niður svokallaða “communisates“—töfrahluti sem settir eru saman úr tæknimálmum eins og indium tin oxide, gallíum og öðrum fágætum málmum. Tveir pólar svuntunnar, sem sýnd er á Gerðarsafni, eru þaktar táknum nornanna; á annarri hlið mismunandi stöður tunglsins, en kort af Bayan Obo námunum í norður Kína á hinni hliðinni.
Hvítir og svartir kambar skýra stöðu þeirra í fornu kerfi alkemíunnar: míkrókosmosinn og makrókosmosinn. Í miðjunni er sólin staðsett, sem að mati nornanna er líka staður bræðslupottanna og deigla. Höndin réttir fram hring úr gallíum, með upplýsingum um sameindamassa og þéttni, sem tekin er úr frumefnatöflunni. Málmurinn gallíum er mikilvægt efni í líflínu nornanna. Það er skaðlaust mannslíkamanum þegar sameining og umbreyting á sér stað við snertingu. En afar tærandi er það kemst í snertingu við málma sem oftast eru notaðir í tækniðnaðargeiranum: ál t.a.m. molnar þegar gallíum kemst í snertingu við kristalform þess. Orðatiltökin tvö sem eru næst miðju svuntunnar eru úr Protect.x.x. tungumáli: Við undirbúning þess að bræða “communicate”, þá tengjast hugsanir og orð nornarinnar “capitalogenic” eignum . “Endo- capitalotrophic” hlutir og verur eru særðar fram í gegnum og með þessari ný-rökfræði. Með aðra hluta svuntunnar notar Protekto.x.x. “commueering aðferð” sína, sem er samkrull samfélags (community) og verkfræði (engineering), þar sem hún notar hversdagslega hluti eins og snjallsíma, vindorku, laser, gervihnetti, forn tákn alkemíunnar og hliðstæða fágæta málma.
Nýr performans Johannes Paul Raether kynnir eina af tilbúnum sjálfsmyndum hans (the avataras, SelfSisters), sem birtast á mismunandi almenningssvæðum þar sem þær rannsaka, kenna og segja sögur. Litríkar verur, sem settar eru saman úr venjulegum hlutum, þá ræða þær flókin málefni eins og lífræna tímgunartækni, hnattrænan ferðamannaiðnað eða upplýsinga- og tölvutækni. Í gjörningi Raether fyrir Cycle, birtist eitt af þessum kunningjateiknum, teknó-alkemísk norn sem kölluð er Protekto.x.x (útgáfa 5.5.5.4), og setur á svið endurkomu sína á Íslandi eftir að hafa komið á uppnámi og brotnað niður í raunveruleika og skáldskap í Applebúðinni í Berlín fyrr í sumar.
Haldið verður af stað úr miðbæ Kópavogs og mun nornin leiða gesti sína áfram í gerviraunsæum rannsóknarleiðangri um mismunandi iðnaðarsvæði eins og Rio Tinto Alcan álverið og affallsvatns-heilsufyrirtækið Bláa lónið og áfram eftir Reykjanesskaganum til þess að safna sýnum fyrir viðverandi rannsóknir sínar á sem hann/hún kallar “Capitalogenic Possession” og “Smartphonefetish” og mun bræða sitt fimmta “Communisate” sem absúrdmálm.
Johannes Paul Raether lives and works in Berlin. During his studies at the Universität der Künste Berlin he worked in several self-organised projects such as the Freie Klasse. From 2006 to 2011 he co-organised the artist run space "basso" and conceived several of the collectives performances. His works and performances were shown in the 9th Berlin Biennale (2016); Palais de Tokyo, Paris (2016); Fridericianum, Kassel (2015); Savvy Contemporary, Berlin (2014); KW Institute for Contemporary Art, Berlin (2013); Kunsthaus Bregenz (2012); Tensta Konsthall, Stockholm (2010); and KUMU Art Museum, Tallinn (2010). Solo exhibitions at District, Berlin (2015); Transmission Gallery, Glasgow (2015); Ludlow 38, New York City (2014); Künstlerhaus Stuttgart (2012); September Gallery, Berlin (2011). Raether published in Texte Zur Kunst and has been Gastprofessor at the Hochschule für Bildende Künste Hamburg. Together with the artists Discoteca Flaming Star he issued the book „Zeig Her, Führ Vor, Tausch Ein. Performance—Art—Academy“ (2013) He received the Villa Romana Prize (2015) and is currently Artist in Residence at the Leuphana University Art’s Program.
Johannes Paul Raether býr og starfar í Berlín. Hann lærði við Universität der Künste í Berlín og meðan á náminu stóð sá hann um skipulagningu margra sjálfstæðra verkefna á borð við Freie Klasse. Á árunum 2006 til 2011 standsetti hann í félagi við aðra, listarýmið “basso”, sá um rekstur þess og var í forsvari margra þeirra samsýninga sem þar fór fram. Verk hans og sýningar hafa verið sýndar víða; Á 9da tvíæringnum í Berlín (2016), Palais de Tokyo í París (2016), Fridericianum í Kassel (2015), Savvy Contemporary í Berlín (2014), KW Institute for Contemporary Art í Berlín (2013), Kunsthaus Bregenz (2012) og KUMU Art Museum í Tallinn (2010). Af einkasýningum má nefna í District í Berlín (2015), Transmission Gallery í Glasgow (2015), Ludlow 38 í New York (2014), Künstlerhaus í Stuttgart (2012) og September Gallery í Berlín (2011). Johannes Paul á útgefið efni í Texte Zur Kunst og verið gestaprófessor við Hochschule für Bildende Künste í Hamborg. Hann gaf út bókina „Zeig Her, Führ Vor, Tausch Ein. Performance—Art—Academy“ árið 2013 í samstarfi við listamanninn Discoteca Flaming Star. Hann hlaut verðlaunin The Villa Romana Prize árið 2015 og er nú staðarlistamaður við Leuphana University Art’s Program.
Website | Vefsvæði:
http://johannespaulraether.net