Svartigaldur í hvíta húsinu
(2009)
Myndband + hljóð
03:46 mín
Um verkið
Svartigaldur í hvíta húsinu er myndbandsverk frá 2009 þar sem listakonan, gerð nánast ósýnileg með myndblöndunartækni, fremur vúdúdans í Marienborg – danska ráðherrabústaðnum sem staðsettur er norður af Kaupmannahöfn. Byggingin tengist sögu þrælaverslunar danskra manna í Vestur-Indíum. Hún var byggð 1744 sem sumardvalarstaður yfirkafteinsins Olfert Fischer og var fram á 19. öldina í eigu raðar verslunarmanna sem margir höfðu auðgast á þrælaverslun og sykurframleiðslu á Jómfrúareyjunum.
Með verkinu varpar Jeannette ljósi á þá gleymsku sem ríkt hefur í Danmörku gagnvart nýlendusögunni en hún gerir sögu þrælasölu og áhrif á nútímasamfélag gjarnan að yrkisefni í myndverkum sínum.
Jeannette Ehlers (f. 1973) er myndlistarmaður af karabísku bergi brotin fædd og búsett í Danmörku. Ehlers útskrifaðist úr námi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn 2006. Í vídeóverkum og stafrænt breyttum ljósmyndum fjallar Ehlers um nýlenduhyggju, eftirlendur og sjálfsmynd svartra þar á meðal þrælahald undir stjórn Danmerkur sem er almennt óþekktur hluti danskrar sögu. Ehlers fjallar um uppruna og sjálfsmyndir í verkum sínum þar sem hennar eiginn dansk/karabíski bakgrunnur spilar mikilvægt hlutverk og lætur reyna á möguleika kvikmyndamiðilsins að miðla efni bæði sjónrænt og efnislega. Hún hefur sýnt verk sín á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Hollandi, Kóreu og Þýskalandi.
Black Magic at the White House
(2009)
Video + Sound
03:46 min
About the Work
In her video piece from 2009, the artist, rendered nearly invisible via video manipulation, performs a voudon dance in Marienborg, the official residence of Denmark’s prime minister located just north of Copenhagen. The building has strong connections to the Transatlantic slave trade. It was built in 1744 as a summer residence for the commander Olfert Fischer and was consequently owned by a row of merchants, many of which had accumulated wealth from the trade in slaves and sugar in the West-Indies.
With the piece, Ehlers wishes to shed light on colonial amnesia in Denmark. In her work she often deals with the history of the Transatlantic Slave Trade and its impact on modern society.
Jeannette Ehlers (b. 1973) is a Caribbean diaspora visual artist born and based in Denmark. Ehlers studied at The Royal Danish Academy of Fine Arts in Denmark in 2006. Through digitally manipulated photographs and videos, she engages with coloniality, decoloniality, blackness and black identity, among them Denmark’s role as a slave nation - part of Danish cultural heritage, which often gets overlooked in the general historiography. For years, she has created cinematic universes that delve into ethnicity and identity inspired by her own Danish / West Indian background and challenges the film medium's ability to communicate in a visually fascinating and engaging language. She has exhibited her work internationally, for instance in Denmark, Germany, Korea, The Netherlands, The United Kingdom and The United States.