Fjölskylduhátíð
Fjölskyldusmiðja | Skákmót | Danstaktur | Pylsupartý
2 SEPTEMBER
Laugardagur
13:00 - 17:00
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Á fjölskylduhátið Cycle gefst gestum og gangandi kostur á að dvelja í safninu, skoða sýninguna og taka þátt í skemmtilegurm viðburðum fyrir unga sem aldna. Þar má nefna smiðju, þar sem öll fjölskyldan getur skemmt sér við skapandi leik, skákmót á vegum Hróksins þar sem ungir sem aldnir áhugaskákmenn sem og meistarar munu etja saman kappi. Plötusnúðarnir Uyarakq og Yamaho halda uppi fjörinu.
Síðdegis verður boðið upp á pylsur.
Dagskrá
13:00 - 15:00
Fjölskylduvinnustofa með stöðvum
Skákmót
Nafnasamkeppni
15:00 - 17:00
Pylsur
Danspartý
Geislahvelfing
Stelpur rokka – trommusóló á útitrommu
Þeir sem vilja geta teflt áfram!
Skákmót
Hraðskákmót í Gerðarsafni í Kópavogi í tilefni af Cycle. Yfirskrift skákmótsins er í anda hátíðarinnar og kjörorða skákhreyfingarinnar: Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Bókaverðlaun og gjafabréf í vinninga. Vinaskákfélagarnir Hörður Jónasson og Ingi Tandi Traustason taka glaðlega við skráningum! Samhliða skákmótinu verður boðið upp á tilsögn í mannganginum fyrir áhugasama áhorfendur.
Listasmiðjan
Guðný Rúnarsdóttir kennari í Listaháskólanum stendur fyrir vinnustofu þar sem allri fjölskyldunni er boðið að taka þátt. Fánaverk Andrew Ranville verður skoðað og að endingu fá allir að gera sinn eigin fána.
Danstaktur
Natalie hefur fest sig í sessi sem einn færasti plötusnúður Íslands og spilar hún á undan Uyarakq. Uyarakq er raftónlistarmaður, DJ og pródúsent sem leggur áherslu á að koma tónlist grænlenskra tónlistarmanna á framfæri. Uyarakq hefur fengist við ólík form tónlistar, allt frá fönki til þungarokks og er aktivisti sem hefur m.a. barist fyrir réttindum hinsegin fólks á Grænlandi.
Pylsupartý
Hátíðinni líkur utandyra með grilluðum pylsum sem hægt er að gæða sér á á meðan Svanhildur Lóa og Þórdís Claessen spila á parabólurnar (trommur) sem Sigtryggur Baldursson lánaði Menningarhúsum Kópavogs svo allir gætu trommað.
Family Festival
Family Workshop | Chess Tournament| Dance Beat | Hot Dogs Party
2 SEPTEMBER
Saturday
13:00 - 17:00
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Cycle Family Festival invites families and people of all ages to experience the exhibition and take part in fun activities. Amongst other things, families can participate in a creative workshop, take part in a chess tournament with both amateurs and masters and dance to the music of DJs Uyarakq and Yamaho inside Gerðarsafn Kópavogur Art Museum.
Hot dogs will be served in the afternoon.
Program
13:00 - 15:00
Family Workshop with multiple activities
Chess Tournament
Name Competition
15:00 - 17:00
Hot Dogs
Community Rave
Lazer Cave
Girls Rock! drum solo
Open chess play!