Screen Shot 2018-10-13 at 19.46.55.png

SÝNING | EXHIBITION

25.10.18 - 06.01.19
Gerðarsafn Kópavogur Art Museum
Opnunartímar | Opening hours
11:00 - 17:00
Lokað mánudaga | Closed on Mondays


Erla S. Haraldsdóttir

Erla S. Haraldsdóttir works with painting, animation, video, and photomontage as a means to appropriate and restructure reality. An academically trained painter, she currently focuses on painting where the physicality of paint and color create space, light, and shadow. Her work combines figurative motifs, abstract color, and patterns with painterly finesse. The works often explore how memories, emotions, and perception interact. Methodology is central and Haraldsdóttir’s process-driven work is often based on a combination of rules and restrictions, places or stories, and tasks assigned to her by other people.

She often extends these methods into her teaching and complex collaborations. These aspects of her work are described in publications like Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty (Reykjavík: Umeå Academy of Fine Arts and Crymogea, as well as her latest book, Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Reykjavík: Crymogea, 2015).

A selection of places where Haraldsdóttir has exhibited includes: Lund Cathedral (Sweden), Hallgrímskirkja, (Reykjavík, Iceland), Moderna Museet (Stockholm), Kunstverein Langenhagen (Germany), Bielefelder Kunstverein (Germany), Künstlerhaus Bethanien (Berlin), Berlinische Galerie (Berlin) and the Momentum Biennial of Contemporary Art (Moss, Norway). Her work is represented in various public collections in Iceland and Sweden. Recent exhibitions include Genesis (Galleri Konstepidemin Göteborg) Genesis (Hallgrimskirkja, Reykjavík) Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Kalmar Konstmuseum), 2016.

Haraldsdóttir studied at the Royal Institute of Art in Stockholm and the San Francisco Arts Institute with a degree from the Valand Academy of Fine Art in Gothenburg, 1998. Born in Reykjavík, she currently lives and works in Berlin.

The recent paintings of Erla S. Haraldsdóttir are concerned with the family. Based on a set of four photographs of her relatives, they are the latest addition to her artistic oeuvre, and if we take our cue from Wittgenstein, this series, like a group of relatives, bears resemblances to previous works authored by the Berlin-based Icelandic artist.

Haraldsdóttir has placed the emphasis on depictions of female members from the agnatic side of her family. The four paintings in the series are titled Þóranna alone, 1910; Þóranna, her mother and sisters, 1915; Sulla and Family, 1948; and Saumarklúbbur, 1956. The last painting deviates from the strict principle of the family portrait as it is based on a photograph of a sowing circle or women’s association. Sulla and Family, 1948 is based on a photograph taken in 1948 that shows five generations of the artist’s family posing for the camera. Sulla (the pet name for her grandmother) stands behind Haraldur, Erla’s father. To Sulla’s right stands her father Þorsteinn, and seated on the chair in front of him is his father Sigurður. Þóranna, her mother and sisters, 1915 is a double generational portrait in which the artist’s great-great-grandmother and great-grandmother are portrayed along with her older sisters. Þóranna alone, 1910 is a solo portrait of Erla’s great-grandmother as an adolescent.


Erla S. Haraldsdóttir

Erla S. Haraldsdóttir vinnur með málverk, hreyfimyndir, myndbandsverk og ljósmyndaverk. Hún er lærður listmálari sem um þessar mundir einbeitir sér að málaralistinni og verkum þar sem náttúrulegir eiginleikar málningarinnar og litanna skapa rými, ljós og skugga. Af fágun listmálarans leikur hún sér með fígúratíf mótíf, abstrakt liti og mynstur í verkum sínum. Verkin endurspegla gjarnan samspil minninga, tilfinninga og skynjunar. Aðferðafræði og ferlið sjálft eru lykilþættir í verkum Erlu og þau lúta oft ýmsum reglum eða hömlum og taka mið af stöðum eða frásögnum, eða fyrirmælum frá öðrum.

Oft notar hún þessar aðferðir einnig í kennslu og í listrænu samstarfi. Hún hefur skrifað um þessa aðferðafræði sína í ritum á borð við Difficulty of Freedom/Freedom of Difficulty (Reykjavík: Listaháskólinn í Umeå og Crymogea, 2014), sem og í nýjustu bók hennar, Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Reykjavík: Crymogea, 2015).

Meðal staða þar sem Erla hefur sýnt má nefna grafhvelfingu dómkirkjunnar í Lundi (Svíþjóð), Hallgrímskirkju, Moderna Museet í Stokkhólmi (Svíþjóð), Listasafn Akureyrar, Kunstverein Langenhagen (Þýskalandi), Bielefelder Kunstverein (Þýskalandi), Künstlerhaus Bethanien (Berlín), Berlinische Galerie (Berlín) og Momentum-tvíæringinn (Moss, Noregi). Verk hennar er að finna í opinberum söfnum á Íslandi og Svíþjóð. Meðal nýlegra sýninga Erlu má nefna Genesis (Galleri Konstepidemin Göteborg), Genesis (Hallgrímskirkju), Make a Painting of Trees Growing in a Forest (Listasafninu í Kalmar), 2016.

Erla nam myndlist við Konunglega myndlistarháskólann í Stokkhólmi og San Francisco Arts Institute og lauk gráðu frá Myndlistarháskólanum í Valand í Gautaborg árið 1998. Hún býr og starfar í Berlín.

Nýleg málverk Erlu tengjast fjölskyldunni. Síðustu verk á verkalistanum eru byggðar á fjórum ljósmyndum af fjölskyldumeðlimum hennar og ef við lítum til Wittgenstein, þá er þessi verkaröð eins og hópur fjölskyldumeðlima sem tengjast innbyrðis fyrrum verkum listamannsins.

Erla leggur áherslu á lýsingar á kvenpersónum föðurmegin fjölskyldu sinnar. Fjögur málverk raðarinnar bera heitin Þóranna ein, 1910; Þóranna, móðir hennar og systur, 1915; Sulla og fjölskylda, 1948; og Saumarklúbbur, 1956. Síðasta málverkið hverfur frá ströngum ramma fjölskylduportrettsins, þar sem það er byggt á ljósmynd af saumaklúbbi eða kvenfélagi. Sulla og fjölskylda, 1948, er byggð á ljóssmynd sem tekin er 1948 sem sýnir fimm kynslóðir fjölskyldu listamannsins, sem stilla sér upp fyrir ljósmyndatöku. Sulla (gælunafn ömmunnar) stendur fyrir aftan Harald, föður Erlu. Við hægri hönd Sullu stendur faðir Sullu, Þorsteinn og fyrir framan hann situr á stól faðir hans, Sigurður. Þóranna, móðir hennar og systur, 1915 er portrett af tveimur kynslóðum, þar sem langa-langamma listamannsins og langamma eru sýndar með eldri systrum shennar. Þóranna, ein, 1910 er portrettmynd af langömmu Erlu sem unglingsstúlku.