East is West and West is East, 2014. Andrew Ranville.Courtesy of the 5th Moscow International Biennale for Young Art in Moscow, Russia

East is West and West is East, 2014. Andrew Ranville.
Courtesy of the 5th Moscow International Biennale for Young Art in Moscow, Russia

Austur er vestur og vestur er austur

(2014)
Fánar

 

Um verkið

Fánarnir í verkinu beina sjónum að draumalöndum sem aldrei urðu, ævintýrum mannkynssögunnar og kröfum eyríkja um fullveldi sem enn valda deilum. Þeir eru hluti af stærri rannsókn þar sem þau breytingaröfl sem landamæri eru undirorpin eru til umfjöllunar. Landamæri! Eins og fyrir geðþótta afmarka þessar línur landsvæði sem sjálf taka eilífum breytingum - breytingum sem eiga sér stað í mannlegum og jarðfræðilegum tíma. Fánar geta einnig tekið á sig margbreytilega merkingu. Á meðan að þeir geta staðið fyrir aðgreinandi hugmyndir um þjóðríki og jafnvel kúgun og ægivald geta þeir einnig, þó e.t.v. sjaldnar, tekið á sig merkingu mannlegarar samlíðan, samstöðu og reisn. Í “Austur er vestur og vestur er austur” standa fánarnir fyrir fórnfýsi, flónsku, útsjónasemi og landvinninga. Safn fánanna, sem fer stækkandi eftir því sem á rannsóknina líður, setur í raun spurningamerki við merkingu stakra hluta þess. Hver fáni táknar staði og hugmyndir sem ekki hafa reynst varanlegir og það er þessi hverfulleiki sem myndar meginþráð þeirra á milli. Verkið myndar þannig sameiginlega frásögn sem að ögrar hugmyndum um sérstæði og aðgreiningu og leggur með því áherslu á mikilvægi ferðafrelsis, hnattrænnar samstöðu og- ábyrgðarkenndar. Með verkinu vill listamaðurinn beina sjónum að þessum gildum á tímum þar sem margir virðast vera að fjarlægjast þau.

 

Andrew Ranville (f. 1981) er fæddur í Michigan í Bandaríkjunum. Ranville lauk meistaranámi í myndlist við Slade School of Fine Art í London 2008. Ranville vinnur innsetningar, skúlptúra, ljósmyndir og vídeóverk sem fjalla um tengsl við staði og gagnvirkni við áhorfendur. Ranville er einn stofnenda gestavinnustofunnar Rabbit Island á Lake Superior í Bandaríkjunum, er meðlimur í Royal Geographical Society og Temporal School of Experimental Geography. Ranville hefur sýnt verk sín á alþjóðlegum vettvangi þar á meðal Ástralíu, Bretlandi, Bandaríkjunum, Finnlandi, Kína, Marokkó, Rússlandi og Spáni.

 

east is west and west is east

(2014)
Flags

 

About the Work

These flags call attention to failed utopias, historic adventure stories, and legitimate sovereign claims to islands now hotly contested. They are a part of a larger body of research that takes a critical look at the mutability of geopolitical borders—the seemingly arbitrary drawing of lines on landscapes which never remain static, whether on human or geological timescales. While flags can embody insular nationalist rhetoric, represent oppressive ideologies of terror and hate, and rally populist sentiment to the detriment of the whole; they can also, more rarely, symbolize humanity’s empathy and grace. In East is West and West is East they tell tales of altruism, folly, ingenuity, and conquest. Shown together, expanding in number as the research continues, the work ultimately questions the symbolism and assertions of the objects themselves. Each flag here represents a tangible place or idea that no longer exists, and together that is an element they share. Creating a collective story outside of a single origin advocates for inclusivity, the freedom of movement, and a refocusing on the importance of global citizenship and stewardship. East is West and West is East hopes to point toward these ideals, at a time when many seem to be moving away.

 

Andrew Ranville (b. 1981) was born in Michigan, USA. He received his MFA from the Slade School of Fine Art in London in 2008. His installations, sculptures, photographs and films explore ideas related to site-specificity and ways in which viewers can interact with his work. Ranville is a co-founder of Rabbit Island residency program in Lake Superior in the United States, is a Fellow of the Royal Geographical Society and member of the Temporal School of Experimental Geography. Ranville’s work has been exhibited internationally and installations of his work can be found or have been shown in countries including Australia, China, Finland, Morocco, Spain, UK and the USA.