Af tveimur
(2017)
Myndband og hljóð
15:23 mín
Um verkið
“Af tveimur” er myndbandsverk sem unnið í var samstarfi við kammersveitina Ensemble Mosaik og bandaríska tónskáldið Rama Gottfried. Í verkinu sést hljómsveitarstjórinn Enno Poppe stjórna verki Rama Gottfried á tónleikum í Berlín. Tónleikarnir voru hluti verkefnisins “Visual Resonance” sem sýningarstjórarnir Dorotee Kirch og Markús Örn Andrésson stýrðu. Listamaðurinn dregur fram fínlegar handahreyfingar stjórnandans og samhengi þeirra við tónlistina. Samband stjórnandans og hljóðfæraleikaranna einkennist af stigveldi en afurð þess er samhljómur og taktfesta. Verkið vekur þannig meðal annars spurningar um valdastiga og rými þeirra sem í honum standa til frelsis og eigin túlkunar.
Darri Lorenzen (f. 1978) er íslenskur myndlistarmaður búsettur í Berlín. Hann stundaði nám við Kunsthochschule Berlin-Weißensee í Þýskalandi og Royal Academy of Art í Haag í Hollandi. Í verkum sínum skapar hann arkitónískar innsetningar og inngrip sem byggja á áhuga hans á staðsetningu, staðleysu, áttun og áttavillu. Verkin hans krefjast þess að áhorfandi taki virkan þátt og verður fyrir vikið hluti af heildarmynd verksins frekar en áhorfandi í sjálfu sér. Þau fela oft í sér þætti eins og hljóð og myndbandsverk - oftast tekið upp á þeim stað þar sem innsetningin er sett upp - verkin verða því ekki aðeins staðbundin heldur endurskapa staðinn.
OF THE TWO
(2017)
Video + Sound
15:23 min
About the Work
“Of the two” is a video work which was created in collaboration with Ensemble Mosaik and the composer Rama Gottfried. In the video the conductor Enno Poppe can be seen conducting Gottfried’s piece at a concert in Berlin. The concert was part of the artistic project “Visual Resonance” that was led by the curators Dorothee Kirch and Markús Þór Andrésson. The artist focuses on the conductor´s delicate hand movements and their connection with the music. The relationship between conductor and performer is characterised by a hierarchy but its outcome is harmony and rhythm. At the abstract level, the work therefore raises questions about hierarchical relationships in general and the freedom and room for interpretation of the parties within them.
Darri Lorenzen (b. 1978) is an Icelandic artist based in Berlin. He studied at the Kunsthochschule Berlin-Weißensee in Germany and the Royal Academy of Art in The Hague in The Netherlands. Lorenzen creates architectural installations and interventions based upon his preoccupation with location and dislocation, orientation and reorientation. His work demands active participation on behalf of the viewer, who becomes less of a viewer per se but rather a vital part of the artwork. Often incorporating elements such as sound and video—usually recorded in the same space as the installations themselves—Darri’s work is thus not only site-specific but creates sites anew.