Carolyn Chen
SUPERMARKET MUSIC
2012-
Staðsetning | Location: Bónus, Nýbýlavegi
28 October 2016 | 28. október 2016
4 PM | kl 16:00
Aðgangur ókeypis | Free admittance
You are invited to participate in a performance event for people in a supermarket, inspired by the idea of the 24-hour supermarket as a contemporary form of nature. A decade ago, composer Carolyn Chen started learning guqin, the ancient Chinese 7-string zither associated with Taoist mythology, in lore played on a mountaintop at midnight as a form of meditation. As a car-less Southern California transplant, she had no easy access to mountains—but the supermarket, with its perpetual fluorescent glow and gently flowing Muzak, seemed a close substitute environment for private reflection. These pieces are a series of undercover actions coexisting with regular supermarket activity, first performed with over twenty participants at Ralphs-La Jolla in February 2010. When prodded about the activity, a clerk responded, “I don’t know, but as long as they’re shopping, we’re not going to do anything.” The collection of scores is open and ongoing—new pieces are very much invited.
Áheyrendum er boðið að taka þátt í þátttökuverki fyrir fólk í stórmarkaði, en hugmyndin er innblásin af 24-stunda opnunartíma þeirra sem nútímaform af náttúrunni. Fyrir tíu árum síðan byrjaði ég að læra á guqin, fornan 7 strengja sítar sem tengist hugmyndafræði Taóisma. Í kjölfarið lék ég á fjallstoppi um miðnætti, sem einskonar íhugun. Þar sem ég er bíllaus Kaliforníubúi hafði ég ekki greiðan aðgang að fjöllunum, en hinsvegar að stórmörkuðum með neonbirtu og streymi af bakgrunnstónlist, og reyndust þeir ágætur staðgengill fyrir einstaklingsbundna íhugun. Þessi röð verka eru leynilegar aðgerðir sem lifa með venjulegu súpermarkaðslífi. Í fyrsta flutningnum í Ralphs-La Jolla í febrúar 2010 tóku yfir 20 manns þátt. Í miðju ferli svaraði starfsmaður “ég veit ekki, en svo framarlega sem þau eru að versla, þá afhöfumst við ekkert.” Verkin eru opin og áframhaldandi - og nýjar útgáfur eru mjög velkomnar.
Carolyn Chen has made music for supermarkets, demolition districts, and the dark. Her work reconfigures the everyday to retune habits of our ears through sound, text, light, image and movement. For a decade she has studied the guqin, the Chinese 7-string zither traditionally played for private meditation in nature, which has inspired her thinking on listening and social space. Recent projects include Threads—for ASL interpreter strung to chimes at a distance and commissions for Wild Rumpus and Klangforum Wien. Her work has been presented in twenty-two countries and described by The New York Times as “a quiet but lush meditation.” It has been supported and commissioned by impuls, MATA, Fulbright Foundation, Paul and Daisy Soros Fellowships for New Americans, Stanford University Sudler Prize, University of California Institute for Research in the Arts, American Composers Forum, ASCAP, Emory Planetarium, Composers Conference at Wellesley, and Machine Project at the Hammer Museum. Recordings are available on Perishable, the wulf., Quakebasket, and Play It Forward. She earned a PhD in music from UC San Diego, and an MA in Modern Thought and Literature and BA in music from Stanford University, with an honors thesis on free improvisation and radical politics.
Carolyn Chen hefur samið tónlist fyrir matvöruverslanir, niðurrifssvæði og svartnættið. Verk hennar umbreytir hinu daglega í því skyni að endurstilla vanabundna hlustun með notkun hljóða, texta, ljóss, mynda og hreyfingar. Hún hefur um áraraðir stúderað hljóðfærið guqin, kínverskan 7 strengja sítar sem samkvæmt hefðum er leikið á við einstaklingsbundna iðkun íhugunar í náttúrunni og hefur þetta gefið henni ferska sýn á hlustun og félagslegt rými. Af nýlegum verkum má nefna Threads - for ASL interpreter strung to chimes at a distance og önnur unnin að beiðni Wild Rumpus og Klangforum í Vínarborg. Verkið hefur verið sýnt í 22 löndum og er því lýst í New York Times ,,sem kvöldsins mest seiðandi ... kyrrláta en afar nærandi íhugun“. Verkið var unnið eftir pöntun Impuls, MATA, Fulbright Foundation, Paul and Daisy Soros Fellowships for New Americans, Stanford University Sudler Prize, University of California Institute for Research in the Arts, American Composers Forum, ASCAP, Emory Planetarium, Composers Conference við Wellesley og Machine Project við Hammer Museum. Hljóðritanir eru fáanlegar hjá Perishable, the wulf., Quakebasket og Play It Forward. Hún er með PhD gráðu í tónlist frá UC San Diego og MA gráðu í Modern Thought and Literature auk BA gráðu í tónlist frá Stanford University. Hún hlaut heiðursverðlaun fyrir ritgerð sína sem fjallaði um frjálsan spuna og róttæk stjórnmál.
Website | Vefsvæði:
http://www.carolyn-chen.com/