Cycle – Sovereign | Colony (CSC) is a transdisciplinary art-project that focuses on process, experimentation, and social engagement. It is an international collaboration that centres around Greenland, the Faroe Islands, and Iceland and these countries' historical and current relations with Denmark.
CSC constitutes the first phase of the festival’s three-year vision, which is based around the upcoming centenary of Icelandic sovereignty. Over three weeks in September 2017, Kópavogur Art Museum will be ‘colonised’ via a programme of workshops, residencies, talks, film screenings, communal dinners, concerts, role-playing events, performances and art exhibitions. The event will serve as an incubator for collaborations and a platform for the public, civil society, artists and scholars to exchange knowledge and experiences on equal terms. The aim is to nurture encounters and inspirations that will feed into the production of new artwork which will be exhibited in the W-Nordic area during the centenary-year.
In 1918 Iceland was granted full sovereignty in its union with The Kingdom of Denmark, a union that was subsequently broken by the founding of the Icelandic republic in 1944. This event marked the beginning of a long process of de-colonisation in the area as the three nations of Greenland, the Faroe Islands, and Iceland have, at different moments in history, sought and gained increasing independence from Denmark. This process still underwrites W-Nordic politics. In the Faroes, a referendum on whether the country should have its own constitution is planned to take place in April 2018. In Greenland, the government recently appointed their first independence minister and is also aiming to have a constitution drawn up within the next few years. It is safe to say that issues of sovereignty are shared and actual in this context.
The project is not based on a political alignment with regards to the question of independence but rather that question’s actuality for culture and identity in the region. This actuality forms an interesting counterpoint to developments in world politics where, in a profoundly different context, people are increasingly rallying around sovereignty and national identity. Led by nationalist populist parties, those developments are largely seen as an outcome of a crisis of democracy. As traditional party-politics have ceased to move people’s hearts and minds - the emotional message of nationalists is winning some over whilst sprouting seeds that profoundly divide human societies.
The current dynamics around sovereignty in the area could present a unique opportunity to adapt visionary positions on cultural identity and the concept of independence in a connected world. The project will seize this opportunity and probe the meaning of the Icelandic centenary for today’s W-Nordic societies from the perspectives of intercultural empathy, equality, national identity, global connectedness, de-colonisation, and digital placelessness.
Artists can play a unique role in providing critical reflection, visions and new imaginaries for societies as they move towards the future. They are also experts at evoking emotion and creating understanding beyond, or stretching, the potential of language. In this light, artistic practice has remarkable potential to revitalise and reinvent the democratic sphere of societies. In addition, creative expression lies at the heart of democratic society where everyone has to be able to express themselves. Thus, the project will push art’s democratic potential and strive to create synergies between professional artists and other agents of creative expression in our already multicultural societies.
Sara S. Öldudóttir
Cycle - Fullvalda | Nýlenda (CFN) er þverfaglegt verkefni þar sem lögð er áhersla á skapandi ferli og tilraunastarfsemi frá samfélagslegu sjónarhorni. Verkefnið byggist á fjölþjóðlegu samstarfi og miðast sérstaklega við Grænland, Færeyjar og Ísland og tengsl þessara landa við Danmörku í nútíð og fortíð.
Listahátíðin Cycle, sem hóf göngu sína 2015, tekur nú fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands og er hátíðin í ár (CFN) fyrsti hlutinn í röð viðburða sem tengjast því. Í þrjár vikur í september 2017 verður Gerðarsafn - Listasafn Kópavogs undirlagt af smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Á meðan á dagskránni stendur verður Gerðarsafn gróðrarstöð samstarfs þar sem listamenn, fræðafólk og almennir borgarar geta skipst á skoðunum og reynslu á jafningjagrundvelli. Markmiðið er að veita listamönnum innblástur fyrir þróun og sköpun nýrra listaverka sem verða sýnd á ári fullveldisafmælisins.
Árið 1918 varð Ísland fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku. Þessi sögulegi atburður markaði upphafið á löngu ferli þar sem að þjóðirnar þrjár - Grænlendingar, Færeyingar og Íslendingar hafa sóst eftir og fengið aukið sjálfstæði frá Dönum. Stjórnmál á V-Norræna svæðinu markast enn af þessari sjálfstæðisþrá. Um þessar mundir birtist hún í því að Færeyingar áætla að ganga til þjóðaratkvæðis í apríl 2018 um það hvort þeir eigi að taka upp eigin stjórnarskrá og á Grænlandi var nýlega stofnað sérstakt ráðuneyti sjálfstæðismála. Þar er auk þess hafin vinna við að semja stjórnarskrá fyrir Grænland. Nú - 100 árum eftir að Ísland varð fullvalda - er ljóst að mál tengd fullveldi og sjálfstæði eru enn miðlæg í okkar nánasta umhverfi.
Verkefnið byggist ekki á pólitískri afstöðu til sjálfstæðismála heldur á mikilvægi virkra tengsla sjálfstæðisbaráttu við menningu og sjálfsmyndir íbúa á svæðinu. Áhugavert er að bera þessi tengsl sjálfstæðisbaráttu og þjóðernishugmynda saman við þróun stjórnmála í heiminum þar sem að þjóðernisöflum vex ásmegin og kallað er eftir endurheimt fullveldis Evrópuríkja og endurreisn þjóðarstolts. Aukinn stuðningur við þjóðernispópúlískar stjórnmálahreyfingar er um leið ógn við lýðræðið og afleiðing af lýðræðisvanda okkar tíma. Eftir því sem hefðbundin stjórnmál hafa glatað getu sinni til að höfða til fólks hafa skilaboð þjóðernissinna skotið nýjum rótum í heimspólitíkinni og ógna nú samheldni fólks á meðal og á alþjóðavettvangi.
Fullveldismál á V-Norræna svæðinu gætu falið í sér einstakt tækifæri til að móta nýja framtíðarsýn á þjóðerni og fullveldi í veröld sem að einkennist af flæði hugmynda og margvíslegum tengslum. Markmið verkefnisins er að nýta þetta tækifæri og grafast fyrir um merkingu íslenska fullveldisafmælisins fyrir samfélög á svæðinu út frá sjónarhóli fjölmenningar, samkenndar, jafnréttis, þjóðarsjálfsmynda og hnattrænna tengsla.
Listafólk hefur einstaka möguleika til að veita nýja sýn og ögra viðteknum hugmyndum á síbreytilegum tímum. Einnig er það sérhæft í að kalla fram tilfinningar og skapa skilning sem liggur handan tungumáls. Listræn aðferð býr þannig yfir sérstökum eiginleikum til að varðveita og lífga lýðræðislega umræðu á meðan að tjáning manna á meðal liggur henni til grundvallar. Í ljósi þessa mun verkefnið reyna á lýðræðislegt afl listanna og leitast við að skapa samhljóm á milli starfandi listamanna og annarrar skapandi iðkunar í þeim fjölbreyttu samfélögum sem hér er fjallað um.